top of page

Artist residency in Hveragerði

Hús nr.1 - Týrsgata 8A // Kennarar: Kristján Eggertsson og Kristján Örn Kjartansson // LHI Vorið 2016.

 

Í verkefninu var unnið með nýbyggingu á auðri lóð en fyrir framan hana eru bílastæði sem notuð eru sem torg á sumrin og munu verða að hverfistorgi í nánustu framtíð. Ströng skilyrði voru gefin í verkefninu svo sem að það yrði bæði íbúð og bókabúð og allar stærðir á flötum gefnar upp fyrirfram. Rík áhersla var lögð á hönnunarferlið og að móta sér ákveðna sýn á heimilið, finna samhengið á milli heimilis og bókabúðar og borgarumhverfis og sjá hvar þessir þrír þættir þyrftu að aðskiljast og einnig hvernig að sama skapi þau geta auðgað hvort annað. Eitt af markmiðunum var að birtu og efniskennd séu gerð góð skil og að rauður þráður sé á milli allra þessara þátta og grunnhugmynd byggingarinnar. Áhersla var á að vinna í líkanagerð og síðan í teiknaða úrvinnslu.

 

Týsgata 8A er þriggja hæða bygging sem hýsir bókabúð og heimili. Húsið hefur tvær mismunandi áferðir á ytri veggjum, steinsteypu og veðraða standandi tréklæðningu á íbúðinni sem aðskilur sig þannig frá bókabúðinni. Inngangurinn í íbúðina er tveimur þrepum frá götunni og er hurðin með tréklæðningu en þar á móti er gengið beint inn um glerhurð í búðina. Þar sem bókabúðin er rekin af íbúum íbúðarinnar er hægt að opna glervegginn sem aðskilur umrædd rými með stórri rennihurð, þar er hægt að komast inni búðina og sömuleiðis geta búðargestir við viðburði farið þar inn og út í garð. Megináherslur hönnunarinnar eru eftirfarandi þættir, að stigagangurinn tengir inngang og garðinn á fyrstu hæð, að eldhús sé miðpunktur íbúðarinnar sem er á annari hæð, við eldhúsið á að vera matarborð með útsýni út á torg og bakgarð, á efstu hæð á einnig að vera sameiginlegt rými til að njóta útsýnis þaðan.

Geymslusvæði íbúðarinnar er nánast allt staðsett á norðaustur vegg hússins en það er ein stór ”mubla” sem tengir saman allar hæðir, en meðfram henni liggur stiginn upp allar hæðir. 

Bakgarðurinn er ætlaður íbúum íbúðarinnar, en við sérstök tilefni eins og tónleika, þá er hægt að opna garðinn fyrir gesti í gegnum bókabúðina og stigagang íbúðarinnar. 

 

bottom of page