top of page

Um mig

Sturla Hrafn Sólveigarson heiti ég, ég útskrifast nú í vor með BA í arkitektúr hjá Listaháskóla Íslands.  Ég er alin upp við frekar mikla sjálfbærni og hönnun frá grunni bæði í Waldorfskólanum Lækjarbotnum og einnig í minni fjölskyldu sem að hefur haft áhrif bæði á mitt frekara nám og einnig mig sem persónu og óhræddur við að takast á við hvaða verkefni sem er. Ég fór til Noregs í Waldorf-framhaldskóla á landbúnaðar og útivistarbraut(með mikla áherslu á sjálfbærni) og kláraði eftir þrjú ár með stúdentspróf innan náttúruvísinda.  Að því loknu varð ég lærlingur í vega og mannvirkjagerð og lærði margt um uppbyggingu húsa og vega og þurfti m.a. að hafa yfirsýn á skipulagi veganets, uppsetningu og skipulag á görðum í almenningsrýmum sem og einkagörðum. Á meðan að ég var þar sem lærlingur ákvað ég að mig langaði að komast í arkitektúr nám. Ég tók eins árs undirbúningsnám í Myndlistarskóla Reykjavíkur á sjónlistarbraut, þar á eftir byrjaði ég á arkitektabraut hjá Listaháskóla Íslands. Námið í Myndlistarskólanum veitti mér innsýn í fagurfræði og rýmisskynjun sem ég hef nýtt mér sem nemi í arkitektúr og kemur fram í minni hönnun. Hvernig og af hverju hlutir hafa ákveðið form og hvaða áhrif það hefur á manneskjuna er klárlega eitthvað sem brennur á mér.

 

Sem lærlingur fann ég að það gæti verið betri tenging á milli hönnunar og raunveruleika handverksins en oft er ekki mikið pláss til að hafa áhrif á hönnun eða útlit annað en að gera hlutina fagmannlega og fljótt. Ég held að eftir að hafa unnið með teikningar sem verka og handverksmaður að lesa og túlka teikningar frá arkitektum, landslagsarkitektum og verkfræðingum held ég að það sé kostur að vera kominn hinum megin borðsins og hafa innsýn um hvernig er að framkvæma hönnunina. Ég hef komið að mörgu í smíði húsa og þekki til margra þátta þess. m.a. að lesa úr húsa- og steypujárns teikningum, skipulagsteikningum og ýmsum tæknilegum upplýsingum varðandi jarðefni stöðuleika jarðvegslaga í jörðinni.

 

Ég er mikil útivistar manneskja og flest áhugamál mín eru tengd útivist. Ég er jöklaleiðsögumaður og virkur meðlimur í Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur þar sem ég fer í útköll í vonskuveðrum.

Þessi tenging við umhverfið og náttúru er einn af styrkleikum mínum og í  BA ritgerðinni skrifaði ég um áhrif náttúruafla á mannvirkjagerð, en það er eitthvað sem ég hef verið að spá í um tíma. Náttúran er mér hugleikin og það endurspeglast í mörgum mínum verkefnum í náminu.

Ég hef verið þáttakandi í hinum ýmsu verkefnum, svo sem hönnun og uppsetning kaffihúss, smíði húsa, hönnun garða og landslags, ég var sjálfboðaliði við enduruppbyggingu á listaverkum Samúels Jónssonar í Selárdal. Þessi verkefni sem klárlega tengjast á allan hátt hönnun og arkitektúr hafa mikið gildi fyrir mig sem hönnuð og ég hef góða mynd af þeim verkferlum og skipulagi sem verða frá fyrstu hönnun til loka verkefnanna.

Hafasamband

Bólstaðarhlíð 23E

105 Reykjavík, Iceland

sturla[at]gardbaer.com

    Success! Message received.

    bottom of page